Aurskriða sleit í sundur ljósleiðarann til Borgarfjarðar

skrida bfj 31102014 hlynur webNetsamband komst aftur á á Borgarfirði um klukkan eitt í dag en sveitarfélagið hafði þá að mestu verið sambandslaust í 20 tíma. Stóreflis aurskriða tók ljósleiðara í sundur.

Skriðan féll á milli Hólalands og Hólalandshjáleigu og fór þar yfir tvö tún og þrjá skurði. Skriðan á upptök sín ofarlega í fjallinu og er um 600 metra löng og allt að 150 metrar á breidd.

Jón Sveinsson, bóndi á Grund 2 sem nytjar túnin, segist ekki gera sér hversu mikið efni hún hafi borið með sér. Að megninu til sé hún drulla og vatn en sums staðar nokkuð þykk.

Skriðan féll á sjötta tímanum í gær og tók í sundur ljósleiðara sem þýddi að Borgfirðingar misstu útvarp, sjónvar, net og farsímasamband í um tuttugu klukkutíma.

Nokkurn tíma tók að finna upptök bilunarinnar þar sem skriðufallið sást ekki fyrr en fór að birta í morgun.

Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðarhrepps, segir íbúa hafa orðið fyrir nokkrum óþægindum af sambandsleysinu.

„Menn taka eftir því þegar þetta hverfur hvað menn eru háðir þessu. Þetta er bagalegast fyrir þá sem vinna í gegnum tölvur. Ég hitti mann í gærkvöldi sem velti fyrir sér hvort hann þyrfti upp í Hérað til að vainna."

Hann segir „ofboðslegt vatnsveður" hafa verið á Borgarfirði, líkt og víðar á Austfjörðum, í gær en var ekki kunnugt um teljandi skaða þegar Austurfrétt ræddi við hann.

Hreinsa þurfti veginn um Njarðvíkurskriður í morgun. Þar hafði grjót fallið á veginn og ein renna stíflast vegna drullu.

Mynd: Hlynur Sveinsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.