Alcoa Fjarðaál og Eimskipafélagið endurnýja samninga um hafnarvinnu við Mjóeyrarhöfn

janne eimskip okt14Alcoa Fjarðaál hefur endurnýjað samninga við Eimskipafélagið að undangengnu alþjóðlegu útboði, um hafnarvinnu fyrir álverið við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði til næstu fimm ára. Eimskip hefur annast þessa þjónustu fyrir Alcoa Fjarðaál allt frá gangsetningu álversins árið 2007.

Eimskip hefur lagt í rúmlega tveggja milljarða króna fjárfestingu á Austurlandi í tengslum við þjónustuna fyrir Alcoa Fjarðaál og vegna annarrar starfsemi félagsins á svæðinu. Hjá Eimskip á Austurlandi starfa nú um 100 manns við frágang á vörum Fjarðaáls til útflutnings, hafnarvinnu, gáma- og innanlandsflutninga.

Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélagsins, undirrituðu nýja samninga í mötuneyti álversins nýverið.

Við það tækifæri lýstu þau almennri ánægju með áframhald samstarfsins, enda verið afar farsælt allt frá því er Fjarðaál hóf starfsemi hér á landi.

Gylfi sagði engan vafa leika á því hve miklu máli Fjarðaál hefur skipt fyrir íslenskt samfélag og hjálpað til við að styrkja innviði þess, ekki síst á Austurlandi.

Með tilkomu Mjóeyrarhafnar hafa flutningar til og frá Austurlandi aukist verulega, en árlega fara um 1,5 milljón tonna af vörum um höfnina, sem er ein sú stærsta á landinu í vörumagni talið.

Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, við undirritun á nýjum samstarfssamningi til næstu 5 ára á skrifstofu Fjarðaáls á Hrauni við Reyðarfjörð. Mynd: Alcoa

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.