Ágúst Arnórsson ráðinn útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum

agust arnorsson landsi okt14Ágúst Arnórsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum og tekur hann við af Arnari Páli Guðmundssyni sem nýverið var ráðinn útibússtjóri á Akureyri.

Ágúst er 43 ára gamall og hefur starfað hjá Landsbankanum síðan 2007, fyrst sem sérfræðingur í fyrirtækjaviðskiptum á Austurlandi og svo sem aðstoðarútibússtjóri á Egilsstöðum frá árinu 2010.

Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og er sem stendur í vottunarnámi sem fjármálaráðgjafi við HR. Ágúst er kvæntur Maríu Veigsdóttur og eiga þau 2 börn.

Undir útibú Landsbankans á Egilsstöðum heyra afgreiðslur á Borgarfirði Eystri, Seyðisfirði og Vopnafirði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.