Skip to main content

Ágúst Arnórsson ráðinn útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. nóv 2014 14:22Uppfært 03. nóv 2014 14:28

agust arnorsson landsi okt14Ágúst Arnórsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum og tekur hann við af Arnari Páli Guðmundssyni sem nýverið var ráðinn útibússtjóri á Akureyri.


Ágúst er 43 ára gamall og hefur starfað hjá Landsbankanum síðan 2007, fyrst sem sérfræðingur í fyrirtækjaviðskiptum á Austurlandi og svo sem aðstoðarútibússtjóri á Egilsstöðum frá árinu 2010.

Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og er sem stendur í vottunarnámi sem fjármálaráðgjafi við HR. Ágúst er kvæntur Maríu Veigsdóttur og eiga þau 2 börn.

Undir útibú Landsbankans á Egilsstöðum heyra afgreiðslur á Borgarfirði Eystri, Seyðisfirði og Vopnafirði.