Skip to main content

Íbúasamtök Eskifjarðar styðja baráttu Stöðfirðinga í skólamálum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. nóv 2014 14:30Uppfært 03. nóv 2014 14:31

forseti stodvarfjordur 0031 webStjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar hefur sent íbúum Stöðvarfjarðar stuðningsyfirlýsingu vegna stöðu skólamála í plássinu.


Fyrir helgi voru kynntar hugmyndir um að fara með börn 11 ára og eldri frá Stöðvarfirði til Fáskrúðsfjarðar frá og með næsta skólaári. Þær hafa fallið í grýttan jarðveg meðal heimamanna.

Í yfirlýsingu Íbúasamtakanna er mótmælt „harðlega þeim hugmyndum sem fram hafa komið um fyrirhugaðar breytingar á elstu bekkjum grunnskóla í Fjarðabyggð."

Farið er fram á að alfarið verði hætt við áformin og fundar aðrar leiðir, sem ekki snerti „grunnstoðir íbúa Fjarðabyggðar" til að spara í rekstri sveitarfélagsins.