Slæm loftgæði á Vopnafirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. nóv 2014 18:17 • Uppfært 04. nóv 2014 18:19
Styrkur brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti mældist tæp 800 míkrógrömm í rúmmetra skömmu fyrir klukkan sex í kvöld. Styrkurinn hefur síðan minnkað lítillega.
Við slíkar kringumstæður er þeim sem hafa undirliggjandi öndunarfæra- eða hjartasjúkdóma, sem og börnum og barnshafandi konum, ráðlagt að forðast áreynslu utandyra.
Gert er ráð fyrir að mengunin færist austar á bóginn og liggi yfir Fljótsdalshérað í kvöld.