Fljótsdalshérað: Ekki hægt að hægt að tengja lokun Upplýsingamiðstöðvar við skoðun á framlagi

baejarskrifstofur egilsstodum 3Sveitarfélagið Fljótsdalshérað telur ekki hægt að tengja lokun Upplýsingamiðstöðvar Austurlands við skoðun á framlagi þess til stöðvarinnar. Bæði Fljótsdalshérað og Samband sveitarfélaga á Austurlandi lýsa yfir áhyggjum af stöðunni.

Upplýsingamiðstöðinni var lokað í byrjun vikunnar erfiðleika vegna rekstrarerfiðleika. Í tilkynningu vegna lokunar var bent á að fjármagn frá Ferðamálastofu Íslands hefði minnkað auk þess sem sveitarfélagið Fljótsdalshérað endurskoðaði nú framlag sitt.

Í tilkynningu Fljótsdalshéraðs frá í morgun er bent á að sveitarfélagið sé hið eina á Austurlandi sem leggi miðstöðinni beint til fjármagn, 3,8 milljónir á ári og ávallt staðið við allar greiðslur.

Þótt atvinnu- og menningarnefnd sveitarfélagsins hafi verið að skoða rekstrarframlag til stöðvarinnar hafi engin ákvörðun verið tekin og því tengist lokunin skoðuninni ekki á neinn hátt.

Sveitarfélagið harmar annars lokunina því mikilvægt sé að ferðamenn hafi aðgang að réttum upplýsingum, ekki síst þegar vetur er genginn í garð og eldgos standi yfir í Holuhrauni.

Sveitarfélagið hvetur því hagsmunaaðila til að leita lausna á vanda upplýsingamiðstöðvarinnar og vonast til að farsæl lausn fáist í málinu.

Í samþykkt framkvæmdaráðs Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá í gær er lýst yfir þungum áhyggjum af stöðinni. Ljóst sé að hið opinbera verði að tryggja frekara fjármagn til rekstursins, ekki síst í ljósi þeirra aðstæðna sem séu vegna eldgossins.

Samræmi verði að vera á milli þeirrar stefnu sem mörkuð hefur verið opinberlega um „Ísland allt árið" og þess fjármagns sem veitt er til upplýsingagjafar til ferðamanna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.