Rólegt hjá lögreglunni: Varla að síminn hafi hringt

logreglanRólegt var hjá austfirsku lögreglumönnum í síðustu viku og helstu verkefni fólust í venjubundnu eftirliti. Í Eskifjarðarumdæmi er ljóst að rannsókn á máli lögreglumanns sem talinn er hafa brotið af sér í starfi tekur töluverðan tíma.

„Það er varla að síminn hafi hringt," segir Hjalti Axelsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Seyðisfjarðarumdæmi.

Lögreglumenn þar sinntu venjubundnu umferðareftirliti og gáfu út nokkrar sektir. Þá urðu nokkrir litlir árekstrar í umferðinni. Sömu sögu er að segja af lögreglunni í Eskifjarðarumdæmi.

Þar er unnið að rannsókn á máli lögregluþjóns úr Seyðisfjarðarumdæmi sem talinn er hafa brotið af sér í starfi með því að stinga sektum í vasann.

Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónnn, segir unnið að málinu og áfram sé safnað upplýsingum en það taki töluverðan tíma.

Meðal annars hefur verið reynt að hafa uppi á erlendum ferðamönnum sem kunna að hafa verið sektaðir en það er flókið verk. Ekki virðist öruggt að nokkurn tíman verði hægt að meta til fulls hversu umfangsmikil brotin kunna að hafa verið.

Lögreglumaðurinn, sem var leystur frá störfum þegar málið kom upp, hefur verið yfirheyrður. Engin játning liggur fyrir í því.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.