Átak í eflingu skapandi greina á Austurlandi
Nú stendur yfir sóknaráætlunarverkefnið „Fjölgun námstækifæra í skapandi greinum á Austurlandi" en verkefnið er unnið af Austurbrú í samstarfi við framhaldsskólana á Austurlandi.Verkefnið er unnið fyrir styrk úr sóknaráætlun Austurlands en Austurbrú hefur umsjón með framkvæmd þess verkefnis líkt og annarra sóknaráætlunarverkefna fjórðungsins.
Unnið er með framhaldsskólunum þremur á Austurlandi og LungA-skólanum að útfærslu og framkvæmd verkefnisins. Meginmarkmið þess er að efla samstarf skólanna, auka námsframboð í skapandi greinum og treysta innviði þess náms sem nú þegar er til staðar.
Einn liður í verkefninu er að auka vitund almennings um mikilvægi list og verkgreina í þjóðarbúskapnum og undanfarið hafa birst greinar í héraðsmiðlum um eflingu námsframboðs og skapandi greina m.a. eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, og Elfu Hlín Pétursdóttur verkefnastjóra hjá Austurbrú.
„Þetta verkefni er mjög aðkallandi," segir Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri skapandi greina hjá Austurbrú. „Á 21. öldinni verður mikil þörf fyrir fólk með fjölbreytta list- og verkmenntun að baki í flestum atvinnugreinum og efling list- og verknáms er forsenda þess að við getum annað slíkri eftirspurn."
Fleira er á döfinni næstu daga. Í tengslum við verkefnið mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins og fyrrverandi menntamálaráðherra flytja erindi í Menntaskólanum á Egilsstöðum annað kvöld, 12. nóvember, klukkan 20:00.
Þar verður fjallað um mikilvægi þess að tengja betur list- og verknám í atvinnulífinu og hvernig auka má áhuga á náminu hjá nemendum og foreldrum. Í framhaldi af erindinu verður formleg opnun á árlegri sýningu á lokaverkefnum austfirskra listaháskólanema í húsakynnum Menntaskólans.
Auk þess verður vinnustofa í LungA-skólanum á Seyðisfirði 18. nóvember þar sem list og verkgreinakennarar í grunn- og framhaldsskólum á Austurlandi leggja drög að samstarfi til eflingar námsframboðinu og fjölgun nemenda í list- og verkgreinum.
Einn liður í verkefninu er að auka vitund almennings um mikilvægi list og verkgreina í þjóðarbúskapnum og undanfarið hafa birst greinar í héraðsmiðlum um eflingu námsframboðs og skapandi greina m.a. eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, og Elfu Hlín Pétursdóttur verkefnastjóra hjá Austurbrú.
„Þetta verkefni er mjög aðkallandi," segir Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri skapandi greina hjá Austurbrú. „Á 21. öldinni verður mikil þörf fyrir fólk með fjölbreytta list- og verkmenntun að baki í flestum atvinnugreinum og efling list- og verknáms er forsenda þess að við getum annað slíkri eftirspurn."
Fleira er á döfinni næstu daga. Í tengslum við verkefnið mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins og fyrrverandi menntamálaráðherra flytja erindi í Menntaskólanum á Egilsstöðum annað kvöld, 12. nóvember, klukkan 20:00.
Þar verður fjallað um mikilvægi þess að tengja betur list- og verknám í atvinnulífinu og hvernig auka má áhuga á náminu hjá nemendum og foreldrum. Í framhaldi af erindinu verður formleg opnun á árlegri sýningu á lokaverkefnum austfirskra listaháskólanema í húsakynnum Menntaskólans.
Auk þess verður vinnustofa í LungA-skólanum á Seyðisfirði 18. nóvember þar sem list og verkgreinakennarar í grunn- og framhaldsskólum á Austurlandi leggja drög að samstarfi til eflingar námsframboðinu og fjölgun nemenda í list- og verkgreinum.