Yfir fjörutíu þúsund manns upp að Hengifossi í sumar

hengifossYfir 41 þúsund manns gengu upp að Hengifossi í sumar samkvæmt talningum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu til að bæta aðgengi ferðamanna.

Talningarhlið er á göngustígnum upp að fossinum og samkvæmt nýjustu fundargerð hreppsnefndar Fljótsdalshrepps fóru tæplega 41.600 manns í gegnum hliðið frá 8. maí til 21. október.

Sá fyrirvari er gerður að fari margir í gegnum hliðið í óslitinni röð, eins og þegar gönguhópar eru á ferð, mælist fjöldinn illa. Því er líklegt að heildartalan sé hærri. Ljóst sé þó að í sumar hafi verið mjög fjölmennt á svæðinu.

Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu í sumar en borað var eftir vatni neðan við bílastæðið en erfitt hefur verið að fá vatn í salerni á svæðinu. Styrkir hafa fengist úr framkvæmdasjóði ferðamanna sem nýttir hafa verið í að skipuleggja svæðið og bæta göngustíga.

Þá voru starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs á sveimi í sumar, könnuðu viðhorf ferðamanna og veittu upplýsingar um svæðið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.