Skip to main content

Yfir fjörutíu þúsund manns upp að Hengifossi í sumar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. nóv 2014 11:02Uppfært 11. nóv 2014 11:03

hengifossYfir 41 þúsund manns gengu upp að Hengifossi í sumar samkvæmt talningum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu til að bæta aðgengi ferðamanna.


Talningarhlið er á göngustígnum upp að fossinum og samkvæmt nýjustu fundargerð hreppsnefndar Fljótsdalshrepps fóru tæplega 41.600 manns í gegnum hliðið frá 8. maí til 21. október.

Sá fyrirvari er gerður að fari margir í gegnum hliðið í óslitinni röð, eins og þegar gönguhópar eru á ferð, mælist fjöldinn illa. Því er líklegt að heildartalan sé hærri. Ljóst sé þó að í sumar hafi verið mjög fjölmennt á svæðinu.

Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu í sumar en borað var eftir vatni neðan við bílastæðið en erfitt hefur verið að fá vatn í salerni á svæðinu. Styrkir hafa fengist úr framkvæmdasjóði ferðamanna sem nýttir hafa verið í að skipuleggja svæðið og bæta göngustíga.

Þá voru starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs á sveimi í sumar, könnuðu viðhorf ferðamanna og veittu upplýsingar um svæðið.