Skip to main content

Ekki um að ræða breytingar á vetrarvaktstöðvum Vegagerðarinnar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. nóv 2014 10:46Uppfært 14. nóv 2014 10:48

fjardarheidi 30012013 0006 webEkki er verið að draga úr umfangi vöktunar á vegum þótt ekki sé lengur starfsmaður á vegum vaktstöðvar með snjómokstri á Reyðarfirði. Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur mótmælt ráðstöfuninni.


Bæjarráðið bókaði nýverið mótmæli við „áformum" hjá Vegagerðinni um að auka vægi vaktstöðvar á Ísafirði á kostnað vaktstöðvar á Reyðarfirði og fól bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við Vegagerðina til að vita hvernig vöktunin væri hugsuð til framtíðar.

Á fundi bæjarstjórnar í kjölfarið kom fram að áður hefði verið ein stöð í hverjum landshluta og það gengið fínt.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir engar breytingar eiga sér stað nú í haust.

„Það eru tvær vaktstöðvar fyrir allt landið og hefur verið þannig í tvö ár núna. Önnur á Ísafirði hin í Hafnarfirði. Það engar breytingar á því þetta haustið eða verklagi vaktstöðvanna.

Einn starfsmaður vaktstöðvarinnar á Ísafirði var með aðsetur á Reyðarfirði og starfaði þaðan en vinnur núna á Ísafirði þar sem um ákveðna hópvinnu er að ræða."