HSA: Verkfall lækna hefur áhrif á mörgum stöðum

petur heimisson 07Læknar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands fóru í verkfall á miðnætti. Framkvæmdastjóri lækninga býst við frekari áhrifum af verkföllum lækna eftir því sem verkfallsdögunum fjölgar.

Þrjár vikur eru síðan læknar hjá heilbrigðisstofnunum víða um land, þar með talið á Austurlandi, lögðu niður störf í tvo sólarhringa.

Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga hjá HSA, segir þá hrinu hafa liðið „mjúklegar" heldur en stjórnendur stofnunarinnar reiknuðu með og þakkar þar tillitssemi þjónustuþega og annarra starfsmanna.

„Hún riðlaði ýmsu og kom illa við marga sem áttu frátekinn tíma," segir Pétur en á verkfallstíma er eingöngu bráðaerindum sinnt.

Líkt og áður hefur verkfallið áhrif inn á allar deildir HSA, jafnt á heilsugæslu sem sjúkrahúsum. „Þótt verkfallsdagarnir hafi ekki verið samliggjandi þá reiknum við með að frekar finnist fyrir áhrifunum eftir því sem tíminn líður. Við teljum samt að tekist hafi að sinna öllu sem kallast bráðatilvik."

Verkfallið nú hófst á miðnætti og stendur til miðnættis annað kvöld. Þriðja verkfallshrinan hefur verið boðuð í desember.

Á miðvikudag hefst tveggja daga verkfall lækna á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landsspítalanum. Áhrif þess gætu teygt sig austur.

„Það sem gerist á þessum tveimur sjúkrahúsum kemur niður á þjónustuþegum annars staðar á landinu," segir Pétur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.