VHE bauð lægst í byggingu leikskóla í Neskaupstað
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. nóv 2014 10:20 • Uppfært 19. nóv 2014 10:21
Bæði tilboðin sem bárust í byggingu nýs leikskóla í Neskaupstað voru yfir kostnaðaráætlun. Bæjarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við VHE sem átti lægra boðið.
Tilboð VHE hljóðaði upp á 514 milljónir eða 107% af kostnaðaráætlun. Áætlaður byggingarkostnaður var 479 milljónir.
Hitt boðið barst frá MVA upp á 635 milljónir eða 133% af kostnaðaráætlun.
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum á mánudag að ganga til samninga við VHE á grundvelli tilboðsins og hefur falið fjármálastjóra og mannvirkjastjóra að ræða við fyrirtækið.
Leikskólinn á að rísa á Neseyri. Mynd: Kristín Hávarðsdóttir