VHE bauð lægst í byggingu leikskóla í Neskaupstað

neseyri leikskolalod khBæði tilboðin sem bárust í byggingu nýs leikskóla í Neskaupstað voru yfir kostnaðaráætlun. Bæjarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við VHE sem átti lægra boðið.

Tilboð VHE hljóðaði upp á 514 milljónir eða 107% af kostnaðaráætlun. Áætlaður byggingarkostnaður var 479 milljónir.

Hitt boðið barst frá MVA upp á 635 milljónir eða 133% af kostnaðaráætlun.

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum á mánudag að ganga til samninga við VHE á grundvelli tilboðsins og hefur falið fjármálastjóra og mannvirkjastjóra að ræða við fyrirtækið.

Leikskólinn á að rísa á Neseyri. Mynd: Kristín Hávarðsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.