Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga aðvarar Fljótsdælinga

tota vidivollum april14Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent hreppsnefnd Fljótsdalshrepps aðvörun þar sem rekstur sveitarfélagsins þykir ekki standast jafnvægisreglu sveitastjórnalaga. Sveitarstjórnin bendir á óvenju hátt hlutfall afskrifta sem einn af orsakavöldunum.

Samkvæmt sveitastjórnarlögum mega samanlögð heildarútgjöld til rekstrar á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en sem nemur samanlögðum tekjum.

Í bréfi eftirlitsnefndarinnar er bent á að rekstrarniðurstaða ársins 2013 hafi verið neikvæð um rúmar 19 milljónir króna sem hafi ekki verið í samræmi við áætlun. Þá bendi útkomuspá fyrir árið í ár ekki til þess að jafnvægi náist í rekstrinum fyrir árin 2013-2015.

Því er beint til Fljótsdælinga að ná jafnvægi í rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2014-16.

Það hefur vakið athygli að Fljótsdalshreppur sé á vöktunarlista eftirlitsnefndarinnar enda talinn stöndugt sveitarfélag þar sem skuldavið viðmið þess er 4% á meðan mörg önnur sveitarfélög berjast við að komast niður fyrir 150%.

Í svari sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, sem undirritað er af oddvitanum Gunnþórunni Ingólfsdóttur, er bent á að afskriftir sveitarfélagsins séu óvenju stór gjaldaliður. Utan þeirra sé reksturinn í jafnvægi.

Þær hafi verið hærri en ráð hafi verið fyrir gert auk þess sem farnar hafi verið aðrar útgjaldaleiðir í stuðningi við atvinnuuppbyggingu í hreppnum en ráð var fyrir gert, umhverfisstyrkir verið háir þar sem framkvæmdir hafi klárast fyrr en reiknað var með og kostnaður við grunnskólann á Hallormsstað hafi farið fram úr áætlun.

Útkoma ársins 2014 virðist ætla að verða 2,3 milljónum lakari en ráð var fyrir gert sem skýrist af viðhaldið á Hallormsstaðarskóla og viðgerð á ljósleiðara sem skemmdist í flóði. Þá er sleginn sá fyrirvari að uppgjöri vegna breytinga á rekstri Hallormsstaðarskóla sé ekki lokið. Sveitarstjórnin bendir enn fremur á að hreppurinn hafi misst tekjur við breytingar á Jöfnunarsjóði.

Viðurkennt er að útlokað sé að ná jákvæði niðurstöðu fyrir árin 2013-2015. Aðgerðir eru fyrirhugaðar til að snúa við rekstrinum, helstar þær að lækka kostnað við grunnskólahald.

Vonast er til að jafnvægisreglunni verði náð fyrir tímabilið 2015-17 þegar rekstur verði í föstum skorðum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.