Þorgerður Katrín: Lítið breyst þótt talað sé um eflingu verknáms á hátíðum

thorgerdur katrin honnun webSkóli og atvinnulíf hafa ekki alveg fundið taktinn í sínu samtali þótt báðir aðilar séu að verða móttækilegri fyrir samstarfi. Tækifæri felast í samstarfi milli ólíkra námsgreina.

Þetta er mat Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrrum menntamálaráðherra sem veitir mennta- og nýsköpunarsviði Samtaka atvinnulífsins forstöðu. Hún ræddi málið á opnum fundi á Egilsstöðum í síðustu viku.

Hún sagði skóla og atvinnulíf ekki alveg vera búin að finna taktinn í sínu samtali og að hún yrði vör við það í sínu starfi að ekki væri æskilegt að atvinnulífið hefði skoðun á skólakerfinu. Margt hafi þó áunnist og báðir aðilar séu að verða móttækilegri fyrir samstarfi.

Þetta fari oft eftir stjórnun og viðhorfi skólastjórnenda en margir hafa náð upp ágætu samstarfi við fyrirtæki, ekki síst á landsbyggðinni.

Í dag velja 17,5% nemenda verknám en kannanir sýna að 37% þeirra sem velja bóknám hefði frekar viljað fara í verknám en ýmis áhrifavaldar svo sem aðstandendur, laun og ímynd námsins hefðu beint þeim á aðra braut. „Unga fólkið vill gjanan verknám en kerfið og umhverfið laðar það ekki til sín," sagði Þorgerður.

Hún kvað sóknarfæri felast í því að 60% þeirra sem séu í bóknámi vilji taka einhverja áfanga í verknámi. Þá felist tækifæri í þverfaglegu námi sem felist meðal annars í samstarfi milli list- og verkgreina.

„Við þurfum að hafa kjark til að breyta og skora staðnað hugarfar á hólm. Í áranna rás er búið að tala mikið á hátíðarstundum- ég þar á meðal - um eflingu list- og verknáms en engu að síður hefur harla lítið breyst."

Hún bindur hins vegar vonir við að þetta fari að breytast með þverpólitískri og faglegri samstöðu þar sem allir sitji við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð verknáms.

Þorgerður hvatti Austfirðinga til að skapa sér sérstöðu í list- og verknámi, meðal annars með því að skólar vinni saman þvert á greinar og fái fyrirtæki í lið með sér.

„Austurland hefur ákveðið forskot og reynslu á sviði menningar og lista sem getur nýst til uppbyggingar á áhugaverðum valkostum í námi í skapandi greinum."

Þorgerður sagði einnig kennaramenntun of fastmótaða, jafnframt þyrfti að auka endurgjöf innan skólanna og ýta undir frammistöðumat til að ýta undir kennarastarfið. Einnig væri raunfærnimat mikilvægt menntakerfinu og möguleikar fælust í að meta þekkingu og reynslu fólks, sama hvaðan hún kæmi.

Mynd: Austurbrú

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.