Fortitude á stóran þátt í metveltu íslenskrar kvikmyndagerðar

rfj fortitude 0014 webBresku sjónvarpsþættirnir Fortitude, sem teknir hafa verið upp á Austurlandi, skipta miklu máli í aukinni veltu íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndaframleiðandi segir verkefnið skipta miklu máli fyrir austfirskt efnahagslíf.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Velta kvikmyndagerðar, upptöku sjónvarpsefnis og myndbanda hérlendis nam 10,5 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins og hefur aldrei verið meiri.

Fortitude þættirnir eiga stóran þátt í þessari auknu veltu og Snorri Þórisson, eigandi kvikmyndagerðafyrirtækisins Pegasus, segir þá skipta miklu máli fyrir austfirskt efnahagslíf.

„Það störfuðu að jafnaði um 150 manns í íslenska starfsliðinu vegna þáttanna, sem voru teknir upp á Reyðarfirði.

Þeir sköpuðu líka fjölmörg afleidd störf. Við keyptum byggingarefni og ýmsa þjónustu hjá undirverktökum á svæðinu.

Einnig má nefna að ekki voru til nógu mörg hótelrými og því þurftum við að leigja herbergi og íbúðir hér og þar á Austfjörðum. Samtals koma því nokkur hundruð manns að slíku verkefni."

Sýningar þáttanna hefjast í janúar og fái þeir góðar viðtökur verða gerðar fleiri þáttaraðir. Góðar líkur eru á að svo verði og þær verði þá teknar upp eystra. Ekkert er þó fast í hendi um það enn.

„Það kemur ekki í ljós fyrr en í mars á næsta ári. Þá verður tekin endanleg ákvörðun um það. Það er nokkur stór biti. Við vorum hálft ár í þessu verkefni.

Við erum tilbúin í það áfram og miðast viðbúnaður okkar við það. Við erum með húsnæði á leigu fyrir austan þar sem við geymum mikið af búnaði."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.