Skip to main content

Fæstar hleranir heimilaðar af héraðsdómi Austurlands

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. nóv 2014 16:29Uppfært 25. nóv 2014 16:30

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurlands veitti lögreglu tvisvar sinnum heimild til að hlera síma í tengslum við rannsókn mála á árunum 2009-2013. Enginn annar héraðsdómstóll veitti svo fáar heimildir.


Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ástæður hlerana frá ársbyrjun 2009 sem lögð var fram á Alþingi í síðustu viku.

Þar kemur fram að dómstóllinn hafi heimilað tvær símhleranir vegna rannsókna á fíkniefnamálum en þau eru alls staðar langfyrirferðamest í hlerunarmálum.

Héraðsdómur Suðurlands veitti næst fæstar heimildir, ellefu talsins. Héraðsdómstóli Austurlands bárust ekki fleiri beiðnir frá lögreglu um hleranir.

Einn einstaklingur var hleraður í hvort skipti og var það gert í 14 daga í senn.

Þó ber að hafa þann fyrirvara á tölunum að fleiri en einn dómstóll getur veitt heimild til símhlustunar í sama brotinu.

Afdrif rannsókna eru ekki greind eftir dómstólum í svarinu en af dómasafni héraðsdóms Austurlands er ljóst að í öðru tilfellinu þóttu hleranirnar ekki sanna sekt ákærða. Hann var hins vegar sakfelldur út frá öðrum gögnum málsins.