Ráðinn sérfræðingur hjá HÍ á Egilsstöðum: Rannsakar hreindýrið og þýðingu þess
Unnur Birna Karlsdóttir hefur verið ráðin akademískur sérfræðingur við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, á starfsstöð hennar á Egilsstöðum.Unnur Birna lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2010 en áður hafði hún lokið MA- og BA-prófi í sagnfræði og námi í kennslu- og uppeldisfræði frá Háskóla Íslands.
Í útgefinni doktorsritgerð sinni „Þar sem fossarnir falla. Náttúrusýn og nýting fallvatna á Íslandi 1900 – 2008" fjallaði Unnur Birna um sambands manns og náttúru út frá sjónarhóli og aðferðafræði umhverfissagnfræði.
Eftir Unni Birnu liggja þónokkrar fræðigreinar og bókarkaflar og þá hefur hún flutt fjölmarga fyrirlestra um umhverfismál og umhverfissagnfræði. Þá hefur Unnur komið að kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst.
Unnur Birna mun hefja störf við Háskóla Íslands í byrjun apríl og hefja þá störf við rannsóknaverkefnið „Maður og náttúra" þar sem hreindýrið og þýðing þess í íslenskri náttúrusýn og menningu verður rannsóknarefnið.
Unnur Birna Karlsdóttir hefur gegnt starfi forstöðumanns Minjasafn Austurlands frá 2012 en áður starfaði hún á Þjóðskjalasafni Íslands. Þá hefur Unnur Birna hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi sagnfræðinga og safnamanna.
Starf akademísks sérfræðings við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands á starfsstöð stofnunarinnar á Egilsstöðu var auglýst í sumar og bárust sex umsóknir. Gerð var krafa um að viðkomandi hefði doktorspróf. Að loknu dómnefndar- og valnefndarferli var Unnur Birna ráðin.
Mynd: Jóhanna G. Hafliðadóttir