Skip to main content

Boða til íbúafunda á Héraði um eldgosið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. des 2014 12:38Uppfært 05. des 2014 12:39

eldgos flug 0177 webÍbúafundir verða í kvöld og á morgun á Egilsstöðum og Hallormsstað um jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni.


Fulltrúar frá Jarðvísindastofnun, Sóttvarnalækni, Veðurstofunni, Umhverfisstofnun og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra munu fjalla um málefni tengd gosinu, þróun jarðhræringanna í Bárðarbungu, áhrif gasmengunarinnar frá Holuhrauni, viðbrögð og fleira, jafnframt því að svara fyrirspurnum fundargesta.

Fyrri fundurinn verður klukkan 20:00 í kvöld 5. desember í Egilsstaðaskóla og sá seinni laugardaginn 6. desember, klukkan 14:30 í Hallormsstaðaskóla. Fundur sem halda átti í Brúarási í fyrramálið fellur niður vegna jarðarfarar.