Boða til íbúafunda á Héraði um eldgosið

eldgos flug 0177 webÍbúafundir verða í kvöld og á morgun á Egilsstöðum og Hallormsstað um jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni.

Fulltrúar frá Jarðvísindastofnun, Sóttvarnalækni, Veðurstofunni, Umhverfisstofnun og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra munu fjalla um málefni tengd gosinu, þróun jarðhræringanna í Bárðarbungu, áhrif gasmengunarinnar frá Holuhrauni, viðbrögð og fleira, jafnframt því að svara fyrirspurnum fundargesta.

Fyrri fundurinn verður klukkan 20:00 í kvöld 5. desember í Egilsstaðaskóla og sá seinni laugardaginn 6. desember, klukkan 14:30 í Hallormsstaðaskóla. Fundur sem halda átti í Brúarási í fyrramálið fellur niður vegna jarðarfarar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.