Leitað að dýralæknum fyrir Austurland

lombMatvælastofnum hefur auglýst eftir eftirlitsdýralækni á Austurlandi og dýralækni til að þjónusta mið-Austurland. Dýralæknir á Vopnafirði þjónustar nú einnig hluta úr Þingeyjarsveit.

Aðrir dýralæknar stofnunarinnar skiptast nú á um að sinna embættisskyldum héraðsdýralæknisins en Eyrún Arnardóttir, sem gegnt hefur stöðunni, er farin í tímabundið leyfi.

„Markmið okkar er að tryggja sömu þjónustu og áður," segir Hjalti Andrason en umsóknarfrestur um 50% tímabundna stöðu til 1. nóvember 2015 er til 15. desember næstkomandi.

Þá hefur einnig verið auglýst aftur eftir dýralækni til að gera þjónustusamning við fyrir mið-Austurland. Sá samningur hefur verið laus síðan 1. nóvember en ekki tókst að tryggja stöðuna þrátt fyrir auglýsingar.

Með breytingum á lögum sem gengu í gildi 1. nóvember 2011 var umdæmum dýralækna fækkað úr 14 í sex. Um leið var eftirlits- og þjónustuhlutverk dýralækna aðskilið til að koma í veg fyrir að sami dýralæknir hafi eftirlit með þeim sem hann þjónusti.

Í staðinn voru gerðir þjónustusamningar til þriggja ára við sjálfstætt starfandi dýralækna til að tryggja aðgengi að dýralæknaþjónustu í dreifðari byggðum landsins.

Ekki tókst heldur í haust að tryggja dýralæknaþjónustu að fullu í Þingeyjarsýslum en nýverið var samið við dýralækni frá Vopnafirði að sinna einnig Þistilfirði og Langanesi í 50% stöðu.

Þær upplýsingar fengust hjá MAST að unnið sé að gerð tímabundins samnings við dýralækni á Húsavík til áramóta til að aðgengi að dýralæknum verði jafngott og áður á meðan. Þjónustukerfi dýralækna væri annars heilt yfir í skoðun.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.