Stóreflis björg féllu á veginn um Hvalnesskriður - Myndir
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 05. des 2014 16:41 • Uppfært 12. des 2014 09:52
Tvö stór björg féllu á veginn um Hvalnesskriður um klukkan ellefu í gærmorgun. Talið er að stærri steinn hafi vegið um 15-20 tonn.
Grjóthrun varð fyrr um morguninn og var gröfumaður að hreinsa veginn um skriðurnar en varð einskis var þegar stóru steinarnir komu niður.
Að sögn Hafþórs Ægissonar hjá Vegagerðinni eru fjögur ár síðan björg af þessari stærð hrundu niður í skriðunum.
Báðir steinarnir lögðust ofan á vegrið í skriðunum. Þeim minni var velt áfram niður í sjó en sá stærri var dreginn í burtu með beltavél.
Myndir: Benedikt Jónsson


