Skip to main content

Gísli Tryggva oddviti Dögunar í kjördæminu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. mar 2013 22:49Uppfært 04. maí 2013 17:39

gisli tryggvasonGísli Tryggvason, talsmaður neytenda, er leiðtogaefni Dögunar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Landsfundur hreyfingarinnar fer fram um helgina.

 

Gísli er fæddur árið 1969, sonur Tryggva Gíslasonar sem lengi var skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Gísli er menntaður lögfræðingur og með framhaldsmenntun í viðskiptum og diplómu í sáttamiðlun.

Gísli gegndi áður ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og sat í stjórnlagaráði. Í dag er hann í varastjórn Skógræktarfélags Kópavogs og framkvæmdaráði Dögunar.