Hertar reglur um innflutning plantna: Viljum forðast evrópska plöntusjúkdóma

halldor_sverrisson_skogur.jpgUm þessar mundir er unnið að nýrri reglugerð um innflutning plantna. Sérfræðingur segir að herða þurfi reglugerðina til að koma í veg fyrir að nýir skaðvaldar berist til landsins með plöntum sem hingað koma.

„Markmiðið er að reyna að forðast nýja skaðvalda. Við viljum með öllu móti koma í veg fyrir innflutning á skaðvöldum í skógrækt og aðra ræktun sem við viljum ekki,“ segir Halldór Sverrisson, sérfræðingur í plöntusjúkdómum og lektor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Hann var meðal framsögumanna á fagráðstefnu Skógræktarinnar sem haldin var á Hallormsstað fyrir skemmstu.

Hann segir reglugerðina styrkja samningsstöðu Íslands í viðræðum við Evrópusambandið. „Innan ESB er allur flutningur frjáls. Það þarf ekki heilbrigðisvottorð til að flytja plöntur milli landa. 

Alltént þarf mjög gilda ástæðu og að sýna að skaðvaldurinn sé ekki til staðar á viðkomandi svæði til að fá undanþágu. Við viljum gjarnan halda okkar eigin reglum og bæta við það sem við viljum ekki flytja inn.“

Á meginlandi Evrópu eru ýmsir sjúkdómar sem ekki hafa enn borist í íslenska flóru. „Það er helst innflutningur á garðplöntum sem geta borið með sér rótarsjúkdóma sem ógnar okkur. 

Á meginlandi Evrópu breiðist til dæmis hratt út sveppasýking sem kallast phytophthora og veldur miklu sjúkdómi. Hún er dæmi um sýkingu sem við viljum koma í veg fyrir að komist inn í landið.“

Erfitt er að sanna nákvæmlega hvernig tiltekinn skaðvaldur hefur borist til landsins þegar hann er kominn þangað. Halldór nefnir samt Spánarsnigil, blaðvespu og sitkalús sem dæmi um meindýr sem varla hafi getað komið hingað á annan hátt.

Á ráðstefnunni var Halldór einnig spurður út í hvort rétt væri að takmarka flutning á plöntum innanlands. Reglugerðin sem nú er unnið í tekur ekki á því en Halldór segir að ræða megi hvort setja eigi sérstakar reglur um þann flutning.

„Það mætti vel hugsa sér að setja skorður við flutning ákveðinna plantna frá ákveðnum svæðum þar sem ný meindýr og nýir sjúkdómar hafa fundist. Þetta þarf að skoðast vel því þetta er viðkvæmt málefni.“





Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.