Ásta Kristín: Gerum ekkert fyrr en hagvöxtur eykst

asta_kristin_sigurjonsdottir_2011_2.jpgAukinn hagvöxtur er helsta forsenda framfara í íslensku samfélagi og þar með endurbóta í heilbrigðiskerfi og samgöngumálum. Sjálfstæðismenn vilja örva hagvöxtinn til að auka ráðstöfunartekjur heimilanna.Þetta kom fram í máli Ástu Kristínar Sigurjónsdóttur sem er í þriðja sæti flokksins í Norðausturkjördæmi á framboðsfundi í Menntaskólanum á Egilsstöðum fyrir skemmstu.

„Við gerum ekkert fyrr en hagvöxtur eykst. Það er fyrsta svarið. Við viljum lækka skatta til að auka ráðstöfunartekjur,“ en flokkurinn er mótfallinn þrepaskiptingu skattkerfisins.

Ásta sagðist vilja fara varlega í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Við viljum ekki kollvarpa einni einustu grein. Breytingar verða að gerast í sátt við atvinnuveginn en ekki með aðför eins og gert hefur verið.“

Aðspurð um strandveiðar svaraði hún: „Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki í vegi fyrir þeim sem fjárfest hafa í atvinnutækifærum.“

Kaup Huangs Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum voru einnig til umfjöllunar á fundinum. „Ég fagna fjárfestingu sem spýtir auknu fjármagni inn í hagkerfið okkar. Ég er ekki hlynnt sölu landareigna á þennan hátt, ég vil frekar langtíma leigusamninga.“

Hlusta má á fundinn í heild sinni á vef Útvarps Seyðisfjarðar.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.