Kolbeinn Aðalsteins: Tökum á verðtryggingunni og skuldamálum heimilanna í ríkisstjórn

kolbeinn_adalsteinsson_hg_xg13.jpgSkuldavandamál heimilanna og afnám verðtryggingarinnar eru forgangsmálefni Hægri grænna fyrir komandi kosningar. Þeir segjast leggja áhersluá framtíðarsýn og raunsæjar lausnir.

„Skuldavandamál heimilanna og afnám verðtryggingarinnar eru þau málefni sem við ætlum að ganga bundnir með inn í ríkisstjórn,“ sagði Kolbeinn Aðalsteinsson, sem er í öðru sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi á opnum framboðsfundi í Menntaskólanum á Egilsstöðum fyrir skemmstu.

Hann sagðist þakka fráfarandi ríkisstjórn fyrir vinnu hennar undanfarin fjögur ár en nú vanti framtíðarsýn. Hægri grænir leggi áherslu á raunsæjar lausnir, til dæmis afnámi verðtryggingarinnar sem sé íslenskum gjaldmiðli fjötur um fót.

Í fyrirspurnartíma sagði Kolbeinn að rétt væri að gera auknar kröfur til þingmanna sem kjósa að sitja hjá við afgreiðslu mála. „Þeir eiga að skrifa ritgerð um af hverju þeir sitja hjá og birta í blöðunum. Þetta er leti í starfi eða eitthvað annað og þá að opinbera hana.“

Hlusta má á fundinn í heild sinni á vef Útvarps Seyðisfjarðar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.