Jónína Rós: Ekki sexý að taka til eftir partý

jonina_ros_me13.jpgNúverandi ríkisstjórn hefur staðið í miklu og erfiðu tiltektarstarfi. Því er að ljúka en uppbyggingarstarfið er framundan. Kjósendur verða að gera upp við sig hverjir og hvaða hugsjónir verði þá ríkjandi.

 
„Við höfum verið í forustu í tiltektinni. Það er ekki sexý eða flott að taka til eftir partý og enn er bara búið að grófhreinsa.

Við vitum að það á eftir að fínpússa og byggja upp. Að því viljum við koma með hugsjónir okkar um jöfnuð og fjölbreytni að leiðarljósi.“

Þetta sagði Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, á opnum framboðsfundi í Menntaskólanum á Egilsstöðum fyrir skemmstu.

Aðspurð um skattastefnu flokksins fyrir næsta kjörtímabil sagðist hún „stolt af þrepaskiptu skattkerfi“ en skoða mætti upphæðirnar í þrepunum.

„Samfylkingin vill að allir í samfélaginu hafi sem jöfnust tækifæri og að þeir sem hafa meira milli handanna leggi meira til samfélagsins.“

Hægt er að hlusta á framboðsfundinn í heild sinni hér á vef Útvarps Seyðisfjarðar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.