Alla Pírati: Erlendir fjárfestar bíða eftir nýjum lögum um tjáningarfrelsi

alla_amunda_pirati_va.jpgErlendis fjárfestar eru tilbúnir að fjárfesta hérlendis verði samþykkt lög sem skapa Íslandi alþjóðlega sérstöðu á sviði upplýsinga- og tjáningarfrelsis. Flokkurinn hefur áhyggjur af vaxandi tilhneigingu íslenskra stjórnvalda til ritskoðunar.

„Við vitum að það hafa stoppað fjárfestingar sem voru á leiðinni til okkar vegna hugmynda um að Ísland skapaði sér alþjóðlega sérstöðu með lögum um upplýsinga- og tjáningarfrelsi,“ sagði Aðalheiður á opnum framboðsfundi í Menntaskólanum á Egilsstöðum fyrir skemmstu.

Þar vísaði hún til tillögu til þingsályktunar sem Birgitta Jónsdóttir lagði fram með stuðningi þingmanna úr öllum þingflokkum árið 2010 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis

„Fjárfestarnir bíða eftir að þau lög sem þurfa að verða til fari í gegnum þingið. Þeir hafa hins vegar dregið sig til baka eftir að klámfrumvörp og ritskoðunardellur komust á framfæri.“

Píratar hafa lagt sérstaka áherslu á upplýsinga- og tjáningarfrelsi. „Við erum nördar, tækni- og tölvunördar. Við viljum nota tækifærin sem felast í netinu en við höfum líka áhyggjur af hættunum, til dæmis ritskoðun. Það er sérstaklega verið að þagga niður í ungmennum í kommentakerfum og með meiðyrðamálum.“

Hún benti einnig á að netið skipti miklu máli í viðskiptum en um 20% hagvaxtar í þróuðum löndum. Þá lofaði hún því að það yrði „ekki leiðinlegt að horfa á Alþingisrásina ef við náum fólki á þing.“

Hægt er að hlusta á framboðsfundinn í heild sinni á vef Útvarps Seyðisfjarðar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.