Með vegum skal land byggja en óvegum eyða
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. apr 2013 14:58 • Lorem ipsum dolor sit amet.
Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og formaður stjórnar Byggðarstofnunar, heldur erindi um þátt samgangna í þjóðfélagsbreytingum síðustu ára í Neskaupstað á morgun.
„Aðstæður á Austurlandi eru sérstakar að því leyti að með samgöngubótum væri hægt að tengja mörg lítil og mjög skýrt afmörkuð byggðarlög í eitt samfellt atvinnu- og þjónustusvæði með um tíu þúsund íbúum,“ segir Þóroddur.
Hann hyggst leggja sérstaka áherslu á Austurland í fyrirlestrinum sem hefst klukkan 14:00 í Safnahúsinu.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Hann hyggst leggja sérstaka áherslu á Austurland í fyrirlestrinum sem hefst klukkan 14:00 í Safnahúsinu.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.