Bein útsending frá framboðsfundi

austurfrett_profile_logo.jpgAusturfrétt og Útvarp Seyðisfjörður standa sameiginlega að beinni útsendingu frá framboðsfundi í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Útsendinguna má nálgast með að smella hér:  http://utvarpsey.listen2myradio.com/

Níu framboð mæta til leiks í kvöld. Ellefu boðuðu sig upphaflega en fulltrúar Landsbyggðarflokksins og Flokks heimilanna afboðuðu sig.

Björt framtíð: Brynhildur Pétursdóttir
Dögun: Gísli Tryggvason
Framsóknarflokkurinn: Höskuldur Þórhallsson
Hægri grænir: Kolbeinn Aðalsteinsson
Lýðræðisvaktin: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
Píratar: Aðalheiður Ámundadóttir 
Regnboginn: Þorsteinn Bergsson
Samfylkingin: Jónína Rós Guðmundsdóttir
Sjálfstæðisflokkurinn: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir
Vinstrihreyfingin - grænt framboð: Steingrímur J. Sigfússon

Fundarstjóri: Helgi Seljan

Hver flokkur verður með þriggja mínútna framsöguræður. Að þeim loknum verður stutt hlé og síðan opnað fyrir spurningar um sal. Fundurinn er skipulagður af nemendum í stjórnmálafræði í ME.
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.