Austurfrétt og Útvarp Seyðisfjörður senda út framboðsfund í ME

austurfrett_profile_logo.jpgAusturfrétt og Útvarp Seyðisfjörður munu í samstarfi við Menntaskólann á Egilsstöðum senda út opinn framboðsfund sem haldinn verður í skólanum á þriðjudagskvöld. Um morguninn verður fundur í Verkmenntaskóla Austurlands.

Fulltrúar þeirra tólf lista sem hyggja á framboð í kjördæminu hafa boðað komu sína á fundinn í ME. Fyrst verða framsöguræður og að þeim loknum er opnað fyrir spurningar úr sal.

Það eru nemendur í stjórnmálafræði við skólann sem standa fyrir fundinum en Helgi Seljan verður fundarstjóri. Fundurinn hefst klukkan 20:00 á hátíðarsal skólans og er öllum opin..

Austurfrétt og Útvarp Seyðisfjörður standa fyrir beinni útsendingu frá fundinum. Rétt fyrir klukkan átta á þriðjudagskvöld mun birtast hlekkur hér á netútsendingu á Austurfrétt. Seyðfirðingar geta hins vegar stillt útvarpsviðtækin á FM 101,4.

Klukkan 10:30-12:30 verður haldinn framboðsfundur í fyrirlestrarsal Verkmenntaskóla Austurlands. Þangað hafa sjö framboð staðfest komu sína en þau eru: Björt framtíð, Dögun, Framsóknarflokkurinn, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.