Skip to main content

VG: Auðlindaskattur gerir Norðfjarðargöng að veruleika

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. apr 2013 07:57Lorem ipsum dolor sit amet.

ingibjorg_thordar_bjarkey_vg_apr13.jpgAuðlindaskattur nýtist til stórframkvæmda á landsbyggðinni, til dæmis nýrra samgöngumannvirkja. Þrátt fyrir uppgang í sjávarútveginum hafa starfsmenn í landi, sem að miklu leyti eru konur, lítils ágóða notið af því.

Þetta kom fram í máli Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur og Ingibjargar Þórðardóttur á opnum fundi Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs á Egilsstöðum í síðustu viku. Þær skipa annað og fjórða sæti listans í kjördæminu.

„Auðlindaskatturinn gerir Norðfjarðargöng að veruleika. Auðvitað skilar hann sér í svona framkvæmdum,“ sagði Bjarkey.

Ingibjörg benti á misskiptingu ágóðans af góðu gengi í sjávarútveginum síðustu misseri. „Við sjáum hvernig launin raðast þar. Karlarnir á sjónum njóta uppgangsins.“

Í stefnu VG er meðal annars komið inn á að klára eigi uppbyggingu nýs Landsspítala. „Við eigum ekki að óttast og tala niður hugtakið hátæknisjúkrahús. Það er verið að byggja húsnæði utan um starfsemina. Þess þarf. Spítalinn starfar á 17 stöðum í borginni í dag.“

Bjarkey hefur verið varaþingmaður undanfarin fjögur ár. Hún segir harða samkeppni um þau þingsæti sem í boði eru nú. „Það eru margir sem vilja komast inn á þennan vinnustað miðað við versu þingið hefur verið talað niður.“