Kennarar í ME: Of lágt launaviðmið skaðar kennslu

me.jpgKennarar í Menntaskólanum á Egilsstöðum fordæma ósamræmi milli framlaga ríkisins til launa framhaldsskóla og raunverulegra meðallauna þeirra. Þetta kemur fram í ályktun félagsfundar sem haldinn var fyrir skemmstu.

„Óþolandi er að fjárveitingavaldið taki ekki mið af gildandi kjarasamningum þegar það reiknar fjárframlög til stofnana sinna,“ segir í ályktuninni. Bent er á að í fyrra hafi launaviðmið ríkisins verið 24% undir raunverulegum meðallaunum kennara í framhaldsskólum og munurinn hafi aðeins aukist.

Þetta leiði til þess að skólarnir verði að skera niður, til dæmis með stærri námshópum, minna námsframboði og öðru sem rýri gæði skólastarfsins.

„Ekki þarf að fjölyrða um áhrif slíkra aðgerða, ekki síst á tímum innleiðingar nýrrar námskrár. Skólunum er gert mjög erfitt að starfa eðlilega og veita nemendum þá þjónustu sem þeim ber.

Fundurinn skorar á ríkið að láta af þessari óhæfu og veita nægu fjármagni til skólanna svo þeir geti staðið við gerða samninga við kennara og veitt nemendum þá þjónustu sem ný námskrá gerir kröfur um. Einungis þannig er hægt að snúa við óheillaþróun síðustu ára.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.