Sveiflukennt fasteignaverð á Austurlandi

egilsstadir.jpgMeiri sveiflur hafa verið í fasteignaverði á Austurlandi heldur en víðast annars staðar á landsbyggðinni undanfarin fimm ár. Fasteignaverðið hefur lækkað lítillega á báðum stöðum.

Þetta kemur fram í nýlegri úttekt hagfræðideildar Landsbanka Íslands um fasteignaverð í stærstu sveitarfélögum landsbyggðarinnar.

Fasteignaverð á Fljótsdalshéraði féll snarpt árið 2009, úr 150 þúsund krónum á fermetra í tæp 100 þúsund. Það hækkaði aftur árið 2010 í rúm 140 þúsund og aftur í tæp 160 þúsund árið 2011. Í fyrra var það 146 þúsund krónur á fermetrann. Það gerir 3% lækkun frá síðari hluta ársins 2008.

Í Fjarðabyggð kostaði fermetrinn um 120 þúsund krónur árið 2008 en 100 þúsund árið eftir. Verðið hækkaði á nýjan leik í 116 þúsund í fyrra sem þýðir 4% lækkun á tímabilinu. Til samanburðar má nefna að fermetraverðið í Reykjavík í fyrra var 238 þúsund krónur.

„Á báðum þessum stöðum var  byggt mikið af nýju húsnæði á árunum fyrir hrun og framboð því verið mikið. Það hefur eflaust haft mikil  áhrif á fasteignamarkaðinn á þessum stöðum,“ segir í greiningunni.

Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að fasteignaverð á landsbyggðinni fylgi þróun atvinnulífs á viðkomandi stað. Atvinnuleysi jókst í sveitarfélögunum tveimur um 2% á tímabilinu.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.