Siggi Ingólfs tekinn við Austurglugganum

siggi_ingolfs_web.jpgDr. Sigurður Ingólfsson hefur verið ráðinn ritstjóri héraðsfréttablaðsins Austurgluggans. Fyrsta blaðið undir hans stjórn kemur út eftir páska. Sigurður segir langtímamarkmiðið vera að virkja lesendur blaðsins enn frekar.

Sigurður er 46 ára gamall og búsettur á Egilsstöðum. Hann kenndi áður tungumál við Menntaskólann á Egilsstöðum og tók fréttir fyrir Stöð 2. Hann útskrifaðist með doktorsgráðu í frönskum bókmenntum frá Paul Valéry University í Montpellier árið 2000, er konsúll Frakka á Egilsstöðum og gaf nýverið út ljóðabókina „Ég þakka.“

„Það sem mig langar að gera er að virkja lesendur blaðsins meira, enda er enginn fjölmiðill sem vill kalla sig slíkan, til án þeirra sem lesa hann eða horfa á hann,“ sagði Sigurður í samtali við Austurfrétt.

„Eitt sem ég ætla að gera til að byrja með er að fá þá Austfirðinga sem eru annarsstaðar til að lýsa því hvað þeir eru að gera, jafnvel hvernig þeir taka Austfirðinginn í sér með í ferðina, hvort sem þeir eru í háskóla eða annarri vinnu.  

Sumsé, mig langar að opna þennan glugga, líta út og taka inn. Svona eins og maður gerir við glugga yfirleitt,“ segir hann.

Ragnar Sigurðsson, sem tók við ritstjórninni haustið 2010, kvaddi lesendur í síðasta tölublaðinu fyrir páska sem barst áskrifendum á föstudag. Í síðasta leiðara sínum kveðst hann hafa komið inn í starfið sem aðkomumaður en fengið í gegnum það tækifæri til að kynnast Austurlandi og Austfirðingum.

„Austfirðingar hafa tekið mér vel og mér fannst ég velkominn í austfirskt samfélag allan tímann.“

Hann lýsir áhyggjum sínum af framtíð héraðsfréttablaða á borð við Austurgluggann eftir ákvörðun Íslandspósts um að „tröllauknum hækkunum Póstsins“ á burðargjöldum. Aðrar leiðir en hækkun áskriftagjalda séu ekki færar til að mæta auknum kostnaði.





Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.