Skip to main content

Tveir Austfirðingar á lista Dögunar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. mar 2013 23:59Lorem ipsum dolor sit amet.

gisli_tryggvason.jpgTveir einstaklingar búsettir á Austurlandi eru á framboðslista Dögunar sem staðfestur var í dag. Feðgar eru í fyrsta og síðasta sætinu.

Eins og Austurfrétt hefur áður greint frá skipar Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, efsta sætið. Faðir hans,Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er í heiðurssæti listans.

Kolbrún Eva Ríkharðsdóttur, bóndi á Haugum í Skriðdal er efst Austfirðinga en hún skipar annað sætið. Jóhann Ævar Þórisson frá Djúpavogi er hinn fulltrúi Austfirðinga á listanum.

1. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Kópavogi

2. Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir, sauðfjárbóndi, Skriðdal

3. Erling Ingvason, tannlæknir, Akureyri

4. Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, ferðamálafræðingur, Akureyri

5. Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri, Akureyri

6. Stefanía Vigdís Gísladóttir, forstöðumaður bókasafns, Kópaskeri

7. Árni Pétur Hilmarsson, grafískur hönnuður, Aðaldal

8. Arnfríður Arnardóttir, myndlistamaður, Akureyri

9. Ásta Hafberg, framkvæmdastjóri, Kópavogi

10. Hlín Bolladóttir, grunnskólakennari, Akureyri

11. Björk Sigurgeirsdóttir, frumkvöðla og fyrirtækjaráðgjafi, Akureyri

12. Jóhann Ævar Þórisson, sjálfstæður atvinnurekandi, Djúpavogi

13. Erlendur Steinar Friðriksson, sjávarútvegsfræðingur, Akureyri

14. Axel Jóhann Yngvason, ferðaþjónustubóndi, Húsavík

15. Arinbjörn Kúld, stjórnunarfræðingur, Akureyri

16. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, leiðsögumaður, Akureyri

17. Elsa María Guðmundsdóttir, listmeðferðarráðgjafi, Akureyri

18. Sara Kristín Bjarkardóttir, nemi, Akureyri

19. Sunna Lind Kúld, nemi, Akureyri

20. Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari, Kópavogi