Könnun: Framsókn fengi fjóra

fylgi_mars2013.jpgFramsóknarflokkurinn mælist með fjóra þingmenn í Norðausturkjördæmi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar minnka mest á milli kannana.

Frá könnuninni er sagt í Austurglugganum í dag. Framsóknarflokkurinn er hástökkvarinn milli mánaða, bætir við sig tæplega 10 prósentustiga fylgi í kjördæminu frá síðustu könnun sem gerð var í janúar. Hann mældist þá með 26,3% en er með 36% í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,8% fylgi, 3,2 stigum lægra en í febrúar og tvo kjördæmakjörna þingmenn. Björt framtíð tapar tæpum fjórum prósentustigum og er með 12% fylgi nú og einn þingmann. 

Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð eru með hvorn sinn þingmanninn. Fylgi Samfylkingarinnar er 11,4% en VG 10,9%. Fylgi beggja flokka minnkar lítillega frá síðustu könnun.

Næsti maður inn í Norðausturkjördæmi er þriðji maður Sjálfstæðisflokksins á kostnað fjórða Framsóknarflokksins. Jöfnunarmaður kjördæmisins miðað við þessa dreifingu er þriðji maður Sjálfstæðisflokksins. Níu kjördæmakjörnir þingmenn eru í kjördæminu og einn jöfnunarmaður.

Könnunin var gerð í febrúarmánuði. Heildarfjöldi svarenda var 555, þar af ætla 429 (77,3%) að kjósa, það er tóku afstöðu til flokka. 58 (10,5%) sögðust ekki ætla að kjósa eða sögðust myndu skila auðu og 68 (12,2%) tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.