Skip to main content

Könnun: Framsókn fengi fjóra

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. mar 2013 15:00Lorem ipsum dolor sit amet.

fylgi_mars2013.jpgFramsóknarflokkurinn mælist með fjóra þingmenn í Norðausturkjördæmi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar minnka mest á milli kannana.

Frá könnuninni er sagt í Austurglugganum í dag. Framsóknarflokkurinn er hástökkvarinn milli mánaða, bætir við sig tæplega 10 prósentustiga fylgi í kjördæminu frá síðustu könnun sem gerð var í janúar. Hann mældist þá með 26,3% en er með 36% í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,8% fylgi, 3,2 stigum lægra en í febrúar og tvo kjördæmakjörna þingmenn. Björt framtíð tapar tæpum fjórum prósentustigum og er með 12% fylgi nú og einn þingmann. 

Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð eru með hvorn sinn þingmanninn. Fylgi Samfylkingarinnar er 11,4% en VG 10,9%. Fylgi beggja flokka minnkar lítillega frá síðustu könnun.

Næsti maður inn í Norðausturkjördæmi er þriðji maður Sjálfstæðisflokksins á kostnað fjórða Framsóknarflokksins. Jöfnunarmaður kjördæmisins miðað við þessa dreifingu er þriðji maður Sjálfstæðisflokksins. Níu kjördæmakjörnir þingmenn eru í kjördæminu og einn jöfnunarmaður.

Könnunin var gerð í febrúarmánuði. Heildarfjöldi svarenda var 555, þar af ætla 429 (77,3%) að kjósa, það er tóku afstöðu til flokka. 58 (10,5%) sögðust ekki ætla að kjósa eða sögðust myndu skila auðu og 68 (12,2%) tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp.