Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á morgun

karahnjukarÁrsfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi verður haldinn þann í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði á milli klukkan 13:00 og 17:00 á morgun. Þar verða kynntar helstu niðurstöður úr mælingum á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar og álvers Alcoa-Fjarðaáls á mannlíf og náttúru á Austurlandi undanfarið ár.

Eitt megin tilefni ársfundarins er að fara yfir þær breytingar sem hafa orðið undangengið ár á þeim vísum sem fylgst er með og munu sérfræðingar frá Alcoa-Fjarðaáli, Landsvirkjun og Austurbrú fara yfir helstu niðurstöður mælinga 2012. Í framhaldinu fer fram hópavinna þar sem verkefnið verður rætt á breiðum grundvelli.

Sem dæmi má nefna að er búið safna ýmis konar upplýsingum um fjölda og samsetningu íbúa Austurlands, vinnumarkaðinn, samgöngur, loftgæði, lífríki, ferðaþjónustu og fjárhag sveitarfélaga.

Verkefnið er einstakt á heimsvísu og hefur verið starfrækt að frumkvæði Alcoa og Landsvirkjunar frá árinu 2004 í þeim tilgangi að fylgjast með áhrifum virkjunar og álversins á Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi.

Dagskrá:

KL. 12.00. Hádegishressing - súpa og brauð
Kl. 13:00 Fundur settur - Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls
Kl. 13:10 Loftslagsbreytingar - staða og hlutverk Íslands - Hugi Ólafsson skrifstofustjóri í Umhverfisráðuneyti
Kl. 13:50 Helstu niðurstöður mælinga 2012
- Sérfræðingar frá Alcoa Fjarðaáli
- Sérfræðingar frá Landsvirkjun
- Starfsmenn verkefnisins há Austurbrú
Kl. 14:55 Kaffi
Kl. 15:10 Helstu niðurstöður mælinga 2012 - framhald
Kl. 15:50 Úrvinnsla á rýni í sjálfbærniverkefnið - Björgólfur Thorsteinsson
Kl. 16:00 Hópavinna
- Mikilvægar spurningar sem verkefnið á að svara bæði til skamms og langs tíma
- Lykilmarkmið fyrir verkefnið og drög að gildum og sýn verkefnisins
Kl. 16:30 Niðurstöður úr hópavinnu kynntar
Kl. 17:00 Fundarslit

Nánari upplýsingar og skráning eru á www.sjalfbaerni.is

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.