Farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir hinum grunaða

mordmal domari2 07052013Maðurinn sem er grunaður um aðild að láti karlmanns á sjötugsaldri á Egilsstöðum síðustu nótt var leiddur fyrir dómara á tíunda tímanum í kvöld í fylgd með verjanda sínum. Helgi Jensson, fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði, staðfesti að farið hefði verið fram á gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknar- og almannahagsmuna en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins.

Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, kom fyrir dómara klukkan hálf tíu í kvöld að lokinni fyrstu yfirheyrslu. Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Eskfirði, staðfesti í samtali við Austurfrétt að farið hefði verið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald. Dómari tók sér hálftíma umhugsunarfrest og er úrskurðar hans að vænta innan tíðar.

Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu síðan í morgun með réttarstöðu sakbornings. Hann er á þrítugsaldri. Yfirheyrslur hófust yfir honum upp úr klukkan átta í kvöld.

Tæknimenn frá lögreglunni hafa verið að störfum í íbúð hins látna síðan um klukkan þrjú í dag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.