Nafn mannsins sem lést
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. maí 2013 14:01 • Uppfært 08. maí 2013 14:27
Maðurinn sem lést á heimili sínu á Blómvangi 2 á Egilsstöðum aðfaranótt þriðjudags hét Karl Jónsson frá Galtastöðum fram í Hróarstungu. Hann var 59 ára, ókvæntur og barnlaus.
Lögreglan rannsakar lát hans. Karlmaður á þrítugsaldri var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. maí í tengslum við rannsóknina.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókninni vel og rætt hefur verið við fjölda manna vegna hennar