Skip to main content

Elvar Jónsson nýr skólameistari VA

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. maí 2013 21:30Uppfært 15. maí 2013 21:31

elvar jonsson2Elvar Jónsson hefur verið skipaður skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands til næstu fimm ára. Fjórir aðrir sóttu um stöðuna.


Elvar hefur BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og hefur auk þess lokið kennsluréttindanámi á meistarastigi frá Háskólanum á Akureyri.

Hann hefur starfað við kennslu frá 2002 á grunn- og framhaldsskólastigi og verið kennari við Verkmenntaskóla Austurlands síðan 2010. Hann er að auki bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð.

Auk Elvars sóttu um stöðuna: Einar Már Sigurðsson, skólastjóri, Eysteinn Þór Kristinsson, deildarstjóri, Helgi Geir Sigurgeirsson, framhaldsskólakennari og Pjetur St. Arason, framhaldsskólakennari.