Skip to main content

55 milljónum úthlutað úr Hvatasjóði Seyðisfjarðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. feb 2022 15:29Uppfært 16. feb 2022 15:33

Hvatasjóður Seyðisfjarðar úthlutaði í dag 55 milljónum til 17 verkefna á sviði atvinnuuppbyggingar í byggðarlaginu. Sjóðnum var komið á fót í kjölfar skriðufallanna í desember 2020.


Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum sem íslenska ríkið, Múlaþing og Austurbrú standa að. Alls bárust 36 umsóknir frá 28 aðilum. Heildarupphæð umsóknanna nam 220 milljónum.

Að þessu sinn var lögð sérstök áhersla á verkefni við uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, enda ljóst að mikið verk er þar framundan. Eins er reynt að koma sérstaklega á móts við starfsemi sem varð fyrir tjóni í skriðuföllunum um leið og horft er á verkefni sem sem stuðla að nýsköpun og þróun, aukinni sjálfbærni, sýnileika svæðisins eða hafa ríkt samfélagslegt gildi.

„Það þarf ekki að fjölyrða um að verkefnisstjórninni var vandi á höndum við valið, enda mörg áhugaverð og mikilvæg verkefni sem sótt var um,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður verkefnisstjórnar í tilkynningu.

Eftirtalin verkefni fengu styrk:

Stjörnublástur - Málningarklefi, 16.000.000
LungA skólinn - Skólahúsnæði, 10.000.000
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir - Iðnaðarhús í aldamótastíl, 4.500.000
Tækniminjasafn Austurlands - Hönnun safnasvæðis, 3.000.000
Húsahótel - verkstæði, 3.000.000
Go-IoT - Dingo-stack-BTL-vottun, 3.000.000
Herðubreið - Herðubreið Collective 2.500.000
E.J. Waage ehf. - Öruggt verkstæði, 2.500.000
Skálanessetur - Rannsóknaáætlun, 2.000.000
Skaftfell - Stuðningur og námskeið á sviði prentlistar, 2.000.000
Austurlands Food Coop - Framleiðslueldhús, 1.500.000
Ströndin - Skriðusögur ljósmyndabók, 1.500.000
Tækniminjasafn Austurlands - Sumarsýning, 1.100.000
Sören Björnshave Taul - Málmur tilraunajárnsmíðaverkstæði, 1.000.000
Halldóra K. Lárusdóttir - Herðubrauð, 500.000
STröndin - Ljósmyndavinnustofa, 500.000
Ásta Kristín Árnadóttir - Lokkafín lokahnykkur, 400.000