Skip to main content
Mynd Dagnýjar Steindórsdóttur við afhendingu viðurkenningarinnar en þétt var setið í skólanum meðan á athöfninni stóð

Vopnafjarðarhreppur formlega orðinn Barnvænt sveitarfélag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. nóv 2025 09:38Uppfært 20. nóv 2025 10:02

Gleði var á andlitum gesta í Vopnafjarðarskóla í gær þegar sveitarfélagið fékk formlega viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag frá UNICEF á Íslandi en það jafnframt fámennasta sveitarfélagið í landinu sem nú státar af slíku.

Ungmennaráð Vopnafjarðar og Þórhildur Sigurðardóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og frístundamála, tóku mót viðurkenningunni úr höndum Marínar Rósar Eyjólfsdóttur og Birnu Þórarinsdóttur með stolti en í máli þeirra kom fram að þessi áfangi væri aðeins eitt mikilvægt skref við áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins í firðinum.

Um þriggja ára ferli hefur verið um að ræða af hálfu Vopnafjarðarhrepps til að uppfylla þau skilyrði sem þarf til að formlega komast í hóp Barnvænna sveitarfélaga. Þar um að ræða átta mismunandi skref sem sveitarfélög þurfa að innleiða Barnasáttmálann með það að markmiði að virða og uppfylla réttindi barna til hins ítrasta. Árangurinn svo metinn úr af hálfu UNICEF áður en formleg viðurkenning er veitt.

Viðurkenning þessi gildir þó aðeins í þrjá ár í senn og til að viðhalda henni þarf sveitarfélagið að innleiða enn fleiri þætti Barnasáttmálans og óska eftir nýju mati að því loknu.

Fram kom í máli Valdimars O. Hermannssonar, sveitarstjóra hreppsins, fyrir skömmu að ætlaði sér að stíga fleiri skref í þessa átt á nýju ári en þá er ætlunin að sækja um vottun sem Heilsueflandi samfélag.