Skip to main content

Vonast til að ná samningum um byggingu hjúkrunarheimils innan skamms

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. maí 2013 23:59Uppfært 17. maí 2013 22:25

bjorn ingimarsson 0006 webForsvarsmenn sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs vonast til að hægt verði að ganga frá samningum við verktaka um byggingu hjúkrunarheimils á Egilsstöðum innan skamms. Tilboðin sem bárust voru nokkuð yfir kostnaðaráætlun.


„Við vonumst til að ná samningum um miðjan mánuðinn. Tilboðin í húsbygginguna voru nokkuð umfram áætlun en tilboð í aðra verkþætti hafa verið góð.“ sagði Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á opnum fundi á Hallormsstað í síðustu viku.

Tvö fyrirtæki skiluðu tilboði í húsbygginguna, VHE og Jáverk. Tilboð VHE var lægra, upp á 1,3 milljarða króna en Jáverk bauð 1,4 milljarða. Kostnaðaráætlunin var upp á rúman 1,1 milljarð króna.

Björn sagði að eftir útboðin hefði verið rætt við verktakana og vonir stæðu til að hægt væri að útfæra verkþætti þannig þeir yrðu ódýrari og verkið nær kostnaðaráætlun.

Tilboð í frágang á lóð voru hins vegar undir kostnaðaráætlun. Grásteinn ehf. bauð 76,6 milljónir, tæp 80% af kostnaðaráætlun.