Skip to main content

Björgunarsveitir þurfa að hjálpa ferðalöngum í vetrarfærðinni

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. maí 2013 15:02Uppfært 17. maí 2013 22:08

breiddalsheidi oxi lokad 15052013 0005 webÞó nokkuð hefur verið um útköll hjá austfirskum björgunarsveitum til að hjálpa ferðalöngum sem lent hafa í vandræðum á austfirskum fjallvegum í vetrarfærðinni undanfarna daga.


Þannig þurfti í fyrradag að aðstoða rútu og ferðalanga úr Norrænu sem voru á ferð á Fjarðarheiði. Í það verk gengu sveitir af Héraði og Seyðisfirði.

Þá hafa Héraðsmenn að auki þurfti að sinna einum þremur útköllum vegna bíla sem fastir hafa verið á Öxi. Sveitin þurfti einnig upp á Jökuldalsheiði í fyrradag og á Fljótsdalsheiði í gær.

Nokkrum hlýindum er spáð fram yfir helgi en kólnandi veðri eina ferðina enn eftir það.