Sumaráætlun Strætó tekur gildi á sunnudag
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. maí 2013 23:59 • Uppfært 18. maí 2013 01:47
Brottför Strætó frá Egilsstöðum til Akureyrar hefur verið seinkað um tvær klukkustundir alla daga. Þá er bætt við aukaferðum.
Skipulagður akstur strætisvagna á milli Egilsstaða og Akureyrar hófst um síðustu áramót. Nú er búið að aðlaga kerfið og birta sumaráætlun sem gildir frá sunnudeginum 19. maí til 14. september.
Brottför er nú frá Egilsstöðum alla daga vikunnar kl. 9:10 en var áður klukkan 7:10. Brottför frá Akureyri er flýtt um kortér, til 15:15 og kemur strætó því aftur í Egilsstaði klukkan 18:45.
Þá hefur verið bætt inn viðbótarferðum. Farið er frá Akureyri alla daga klukkan 8:00 og Egilsstöðum klukkan 12:15.
Ferðir Strætó eru hluti af skipulögðum almenningssamgöngum sem unnið hefur verið sameiginlega að meðal austfirskra sveitarfélaga.