Salt café og bistro opnað: Ekki staðurinn sem býður upp á hamborgara og franskar

salt bistro opnun 0009 webNýtt kaffihús og veitingastaður, Salt, opnaði nýverið í miðbæ Egilsstaða. Eigandinn segist hafa orðið var við að spurn væri eftir stað sem þessum sem myndi lífga upp á bæjarlífið.

Það er Hótel Hallormsstaður sem á og rekur staðinn en því stýrir Þráinn Lárusson. Hann segir að áherslan á matseðlinum verði á rétti frá Evrópu og Asíu.

„Þú færð ekki hamborgara og franskar hér. Við leggjum áherslu á heilsusamlega rétti en engar öfgar, til dæmis indverska og ítalska rétti,“ segir Þráinn.

„Þetta verður eins og kaupfélögin. Hér verður hægt að fá alla skapaða hluti. Þess þarf. Þú getur ýmist borðað á staðnum eða tekið með þér og svo bjóðum við upp á rétt dagsins.“

Þráinn segist hafa fundið að spurn væri eftir kaffihúsi sem þessu sem myndi lífga upp á Egilsstaði. Þá skipti ásýndin máli fyrir hann sem ferðaþjónustuaðila inn á Hallormsstað.

„Það er búið að tala um að hér sé ekkert að gerast og bærinn dauður, nánast leiðinlegur. Ég er ekki sammála því en það er ljóst að þetta hefur ekki endilega verið upp á marga fiska hér.

Við erum stór ferðaþjónustuaðili á svæðinu og það er mikið undir hjá okkur hvað ímyndina varðar. Staður sem þessi þurfti að koma hingað og við svöruðum því.

Svo verðum við með gott kaffi – og frábært brauð og bakkelsi frá Sesam brauðhúsi!“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.