Skip to main content

Skriðuföll og grjóthrun í hláku á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. jún 2013 17:32Uppfært 01. jún 2013 17:35

oddsskard 31052013 sa webAurskriða féll rétt við bæinn Brú á Jökuldal í gær og um svipað leyti hrundi úr lofti Oddskarðsganganna. Stór aurskriða féll í Seyðisfirði í vikunni. Mikil hláka hefur verið á Austurlandi í vikunni og eru umhleypingarnar afleiðingar þeirra.


Það var á sjötta tímanum í gær sem skriða féll í svokölluðum Brúarhvammi rétt utan við bæinn Brú á Jökuldal. Hún er um 60 metra breið þar sem hún er víðust og um 300 metra löng.

Í gær hrundi á veginn í Oddskarðsgöngunum. Þar lét gúmmímotta sig undan þunga af lausu bergi. Moka þurfti tæplega hálfum vörubíl út úr göngunum.

Kindur urðu undir aurskriðu sem féll við bæinn Selsstaði í Seyðisfirði á miðvikudagsmorgun.

Eftir snjóþungan vetur hafa miklar leysingar verið í vikunni. Mikið rigndi á mánudag en síðan hefur verið hlýtt í veðri. Frost er enn að fara úr jörðu og við slíkar aðstæður er hætt við aurskriðum.
odsskard 31052013 sa webskrida bru sonjakrebs web