Fjárhús brann á eyðibýli við Egilsstaði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. jún 2013 23:59 • Uppfært 05. jún 2013 14:51
Fjárhús á eyðibýlinu Kollstöðum skammt fyrir innan þéttbýlið á Egilsstöðum brunnu til grunna í dag. Talið er að fimmtán hænuungar hafi brunnið þar inni.
Reyk tók að leggja yfir byggðina á Egilsstöðum um fjögurleytið í dag. Lögregla fór þá á vettvang og kallaði út slökkvilið.
Húsið stóð í björtu báli þegar slökkviliðið kom að og húsin nánast brunnin til grunna þegar tókst að slökkva eldinn.
Jón Björnsson, sem verið hefur með skepnur í húsinu, hafði fyrr í dag látið hænsnin út í fyrsta skipti á þessu vori. Er líklegt að það hafi orðið þeim til bjargar en fimmtán hænuungar voru þó eftir inni í húsinu.
Eldsupptök eru ókunn.

