Túnfiskar veiðast í Lagarfljóti

fiskur ur fljotinu vor 2013Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Vatnavextir í Lagarfljóti skiluðu bændum á Finnsstöðum í Eiðaþinghá svokölluðum túnfiskum sem benda til þess að ekki sé allur fiskur horfinn úr Lagarfljóti.


Um þetta má lesa í frétt á heimasíðu Fljótsdalshéraðs. Þar kemur fram að í vorleysingum flæði jafnan upp í kíla og inn á tún, meðal annars við Finnsstaði. Bændur þar hafi þá oft hent netstubb í kílana og veitt sér svokallaða „túnfiska“ í matinn.  

Um helgina var þetta gert, þó illa væri spáð fyrir um aflabrögð. Þau reyndust hins vegar með besta móti og veiddust margir „túnfiskar“ sem flestir voru um og yfir tvö pund.

Fyrr í vor var greint frá því að rannsóknir bentu til hnignandi lífríkis í Lagarfljóti eftir tilkomu Kárahnjúkavirkjunar. Fiskgengd hefði minnkað um allt að 80% og jafnvel var talað um að lífríkið í fljótinu væri „dautt.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.