Skip to main content

Nýtt hjúkrunarheimili rís á Egilstöðum: Samið um lækkun frá tilboði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. jún 2013 23:59Uppfært 20. jún 2013 12:50

hjukrunarheimili egs samningur 0002 webVerksamningur um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum á milli Fljótsdalshéraðs og VHE ehf. var undirritaður á fimmtudag. Síðustu vikur hafa staðið yfir samningaviðræður um breytingar á verkinu þar sem tilboðin sem bárust eftir útboð voru nokkuð yfir kostnaðaráætlun.


„Ég horfi til þess að þetta sé upphafið á mjög farsælu verki og farsælu samstarfi,“ sagði Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs við undirritunina.

Jarðvegsvinnu er nú að verða lokið og starfsmenn VHE taka til hendinni við uppbyggingu heimilisins sjálfs strax í þessari viku.

Verksamningurinn hljóðar upp á 1,1 milljarð króna. Það er um 6% yfir kostnaðaráætlun en tilboðið var upphaflega 17% yfir áætlun.

Tilboðin voru opnuð um miðjan apríl en tveimur mánuðum síðar er samningum lokið. „Það hafa ákveðnir verkþættir verið felldir út sem leitað verður tilboða í þannig að þetta er ekki endanlegur kostnaður,“ sagði Björn.

„Það hafa verið gerðar ákveðnar breytingar í efnisvali sem leitt hefur til lækkunar kostnaðar. Eins var tekið frávikstilboði í steyptar einingar en útboðið gerði ráð fyrir að menn gætu gert slíkt frávikstilboð í steyptar einingar í stað uppsteypu.“

Verkinu á að vera lokið í árslok 2014.

Mynd: Unnar S. Hjaltason og Björn Ingimarsson undirritasamninginn.