Borgfirðingar tóku á móti Bláfánanum í tíunda sinn

blafani borgarfjordurBorgarfjarðarhreppur tók á móti Bláfánanum í tíunda sinn fyrir skemmstu. Fáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum fyrir markvissa umhverfisstjórnun.

Bláfánaverkefninu var hleypt af stað hérlendis árið 2003 og hafa Borgfirðingar verið með frá upphafi. Samtökin Landvernd halda utan um verkefninið og vottunina hérlendis.

Smábátahöfn Borgfirðinga er við Hafnarhólma en höfnin er ein fjögurra hérlendis sem fengið hafa vottunina.

Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu og vandaða upplýsingagjöf um aðbúnað og umhverfi.

Meginmarkmið verkefnisins er að vernda umhverfi í og við smábátahafnir og baðstrendur jafnframt því að bæta þjónustu með fræðslu um náttúru svæðanna og fullnægjandi aðstöðu og úrræðum til að auka öryggi notenda, starfsfólks og gesta.

„Bláfáninn er tákn um gæði í margvíslegum skilningi og hver sá sem fær að flagga honum getur verið stoltur af vinnu sinni að umhverfismálum. Það er sæmandi fiskveiðiþjóð og ferðamannalandi að gera kröfur um framúrskarandi umhverfisstjórnun í höfnum landsins og er Bláfáninn afar öflugt tæki til að stuðla að úrbótum. Hann er því einnig aðdráttarafl fyrir heimafólk, gesti og almenna ferðamenn,“ segir í fréttatilkynningu frá Landvernd.

„Í huga Landverndar er þessi afhending skýrt merki þess að hér er vel hugað að umhverfi hafnarinnar, fræðslu og öryggi vegfarenda.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.